Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

26.11.2013

Vel heppnaðir tónleikar

Vel heppnaðir tónleikar
Í dag fóru nemendur og starfsmenn í Hörpuna að hlýða á Skálmöld og Sinfó. Nemendur skólans voru til mikillar fyrirmyndar og fengu hrós frá starfsfólki Hörpunnar fyrir skipulega framgöngu og afslappað viðmót. Á leið út úr Eldborg heyrðist eftirfarandi...
Nánar
22.11.2013

Hjálparenglar í Garðaskóla

Hjálparenglar í Garðaskóla
Nemendur í Garðaskóla hafa hlotið viðurkenninguna „Hjálparenglar Fjölskylduhjálpar Íslands“ vegna góðgerðarstarfa vorið 2013. Viðurkenningin var afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Perlunni fimmtudaginn 21. nóvember. Nemendur í 9.IW...
Nánar
21.11.2013

Danskennsla

Danskennsla
Jón Pétur danskennari heldur uppi danskennslu í Garðaskóla þessa viku. Allir hópar í 9. og 10. bekk fá kennslu í íþróttatímum. Nemendur læra einföld spor og skemmta sér konunglega.
Nánar
20.11.2013

Viðurkenning fyrir góðgerðarverkefni

Viðurkenning fyrir góðgerðarverkefni
Garðaskóli hlýtur viðurkenningu Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir aðkomu að góðgerðarstarfi. Forseti Íslands veitir viðurkenninguna við athöfn í Perlunni fimmtudaginn 21. nóvember kl. 14.00.
Nánar
20.11.2013

Rýmingaræfing í Garðaskóla

Rýmingaræfing í Garðaskóla
Miðvikudaginn 20. nóvember var haldin rýmingaræfing í Garðaskóla. Viðvörun var sett af stað rétt fyrir kl. 11 og neyðarsírena í kjölfarið. Allir starfsmenn og nemendur yfirgáfu þá húsið á rólegan og yfirvegaðan hátt. Starfsmenn meta í kjölfarið hvað...
Nánar
13.11.2013

Kaffi draumur opnar 14. nóvember kl. 11

Kaffi draumur opnar 14. nóvember kl. 11
Kaffi draumur selur vöfflur og heitt kakó á gagn og gaman dögum. Vafflan kostar aðeins 50 krónur. Vel er tekið á móti gestum og gangandi í útihúsi 2 frá kl. 11 fimmtudaginn 14. nóvember.
Nánar
13.11.2013

Gagn og gaman 13.-15. nóvember

Gagn og gaman dagar eru í gangi í Garðaskóla. Tónlist ómar um húsið, nemendur ferðast á athyglisverða staði og eru að skapa skemmtilega hluti í öllum skúmaskotum. Það er dansað, sungið, spilað og hlegið. Upplýsingar um hópa og dagskrá má nálgast á...
Nánar
08.11.2013

Blár dagur gegn einelti

Blár dagur gegn einelti
Í tilefni blás dags gegn einelti mættu nemendur og starfsfólk bláklædd í skólann í dag. Umræður fóru fram í umsjónarbekkjum og að þeim loknum unnu nemendur í hópum að því að semja slagorð gegn einelti.
Nánar
24.10.2013

Innlit í enskutíma í 10. bekk

Innlit í enskutíma í 10. bekk
Hluti 10. bekkinga vinnur um þessar mundir verkefni tengt heimsmetabók Guinness. Í myndasafninu eru myndir frá innliti í tíma hjá þeim.
Nánar
English
Hafðu samband