Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upphaf skólársins 2024-2025

08.08.2024 11:31

Skólastarf hefst í Garðaskóla fimmtudaginn 22. ágúst og eiga nemendur að mæta á eftirfarandi tímum:

8. bekkur
Mæting á sal skólans kl. 9:00. Forráðafólk skal mæta með sínum nemanda. Eftir stutt ávarp á sal og upplestur á bekkjum fara nemendur í sína umsjónarstofu með umsjónarkennara og eru í skólanum til 12:00. Foreldrar sitja aðeins lengur á sal og fá ýmsar praktískar upplýsingar. Dagskrá fyrir foreldra lýkur um kl. 9:50.

9. bekkur
Mæting á sal skólans kl. 10:00. Eftir stutt ávarp á sal fara nemendur í sína umsjónarstofu með umsjónarkennara og eru í skólanum til 11:00.

10. bekkur
Mæting á sal skólans kl. 11:00. Eftir stutt ávarp á sal fara nemendur í sína umsjónarstofu með umsjónarkennara og eru í skólanum til 12:00.

 

Við vekjum atygli á að föstudaginn 23. ágúst eru allir nemendur í skólanum frá 8:10 til 14:15. Nemendur mæta í sína umsjónarstofu og eru allan daginn í dagskrá með sínum umsjónarkennara og sínum umsjónarbekk.

 

Mánudaginn 26. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Til baka
English
Hafðu samband