Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
11.11.2022 11:21
Garðaskóli er 56 ára í dag!

Í dag fagnar Garðaskóli - áður þekktur sem Gagnfræðaskóli Garðarhrepps - 56 ára afmæli sínu. Að því tilefni skipulögðu nemendur í félagsmálavali skemmtidagskrá í Ásgarði fyrir nemendur og starfsfólk. Keppt var í nokkrum klassískum íþróttagreinum eins og kappáti, reipitogi og þrautabraut sem fólst meðal annars í því að stinga höfðinu í vatnsbala og veiða epli upp úr með munninum. Í öll skiptin var keppt á milli nemenda og kennara og skemmst er frá því að segja að kennararnir unnu tvær keppnir en nemendur eina. Nemendur fengu svo smá afmælisnammi þegar þeir komu aftur í skólann og Matartíminn var með pítsu í matinn. Allt í allt þrælgott afmæli!

Þeir sem vilja kynna sér nánar stórmerkilega sögu Garðaskóla geta lesið sutt ágrip hér.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband