Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman dagar 2.-4. nóvember

28.10.2022 11:35

Dagana 2.-4. nóvember verða árlegir Gagn og gaman dagar í Garðaskóla. Dagskráin er uppbrot á hefðbundinni stundaskrá skólans og fá nemendur tækifæri til að prófa fjölbreytt hópastarf. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og hafa nemendur nú þegar valið hvaða hópastarfi þau ætla að taka þátt í og eiga að hafa undir höndum upplýsingar um sína hópa.

Haldið er í þá ferð að bjóða nemendum í 8. bekk í skálaferð í Bláfjöllum þar sem gist er í eina nótt. Vegna fjölda er þeirri ferð skipt í þrennt, þrír bekkir í hverri ferð og fer fyrsti hópurinn af stað eftir hádegi á þriðjudag.

Athygli er vakin á því að ekki er boðið upp á heitan mat í Skólamat á meðan á Gagn og gaman stendur og því þurfa nemendur að koma með nesti eða pening þessa þrjá daga.

Til baka
English
Hafðu samband