Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
15.10.2021 12:40
Fræðslukvöld fyrir forráðafólk - skyldumæting!

Í október mun Guðrún Björg Ágústsdóttir frá Foreldrahúsi halda fyrirlestur fyrir forráðafólk og starfsfólk Garðaskóla. Yfirskrift erindis Guðrúnar er Áhættuhegðun, fikt, neysla og fíkn. Um er að ræða þrjú kvöld þar sem forráðafólki og starfsfólki er skipt eftir árgöngum.

  • Forráðafólk og starfsfólk í 8. bekk eiga að mæta þriðjudaginn 19. október.
  • Forráðafólk og starfsfólk í 9. bekk eiga að mæta þriðjudaginn 26. október - FRESTAÐ TIL ÞRIÐJUDAGINS 2. NÓVEMBER
  • Forráðafólk og starfsfólk í 10. bekk eiga að mæta fimmtudaginn 28. október - FRESTAÐ TIL FIMMTUDAGINS 4. NÓVEMBER

Öll kvöldin hefjast kl. 20:00 og standa yfir í u.þ.b. 90 mínútur.

Leitað verður svara við ýmsum spurningum, m.a.:

  • Af hverju prófa sumir unglingar vímuefni?
  • Hver er munurinn á fikti og neyslu vímuefna?
  • Hvaða vímuefni eru unglingar mest að nota?
  • Hver eru helstu einkenni þess að unglingurinn sé að neyta vímuefna?
  • Hvað er til ráða þegar fikt eða neysla er byrjuð?
  • Hvert er hægt að leita?

Mjög mikilvægt er að hvert barn eigi a.m.k. einn fulltrúa á fræðslukvöldinu.
Vert er að taka fram að nemendur eiga ekk! i að koma með.

 

Til baka
English
Hafðu samband