Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmdum könnunarprófum frestað - hefðbundin kennsla á morgun!

08.03.2021 15:30

Rétt í þessu var Menntamálastofnun að ákveða að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku sem vera áttu á þriðjudag og miðvikudag. Ástæðan er sú að stofnunin er nú að greina þau vandamál sem komu upp við framkvæmdina í morgun. Í staðinn verður kennsla samkvæmt stundaskrá næstu daga.

Menntamálastofnun gefur skólum þess kost að leggja prófin fyrir á tveggja vikna tímabili frá 15. - 26. mars. Á þessum tímapunkti höfum við í Garðaskóla ekki ákveðið hvaða daga við munum nýta en við munum upplýsa ykkur um það um leið og ákvörðun liggur fyrir.

Til baka
English
Hafðu samband