Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd könnunarpróf eru 8., 9. og 10. mars.

05.03.2021 13:19

Samræmd könnunarpróf eru framundan nánar tiltekið 8., 9. og 10. mars. 

Við viljum minna á mikilvægi þess að nemendur mæti á réttum tíma í prófin. Nemendur eru beðnir um að koma kl. 9.20 í skólann. Próftími er 150 mínútur og geta nemendur jafnframt nýtt sér lengdan próftíma sem felst í 30 mínútum til viðbótar þeim tíma.

Gott er að nemendur séu vel hvíldir og nærðir fyrir prófin. Vatnsflöskur með loki eru leyfilegar en ekki nesti. Gott er að taka með sér frjálslestrarbók ef próftöku lýkur snemma, þar sem ekki má yfirgefa prófstofu fyrr en í fyrsta lagi kl.11.10.

Prófin eru rafræn og engin gögn eru leyfð í prófunum að undanskildu stærðfræðiprófinu en þar er nauðsynlegt að hafa vasareikni meðferðis. Símar og snjalltæki eru ekki leyfð í prófstofu.

Þeir sem sóttu um hlustun þurfa að koma með heyrnartól (með pinna- sem passar í tölvurnar).

 

Samræmd könnunarpróf 2021

 

Mánudagur 8. mars íslenska. Nemendur mæta kl. 9.20.

Þriðjudagur 9. mars stærðfræði. Nemendur mæta kl. 9.20

Miðvikudagur 10. mars enska. Nemendur mæta kl. 9.20

 

Alla dagana verður boðið upp á lærdómssmiðjur í Ásnum frá kl.13.20 þar sem nemendur geta undirbúið sig með leiðsögn fagkennara undir próf næsta dags.

Til baka
English
Hafðu samband