Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálfbærnibúr í Garðaskóla

12.02.2021 14:15

Í Garðaskóla er komið upp Sjálfbærnibúr (aquaphonics) sem er í senn kennslutæki og leið til að minnka vistspor skólans.

Aquaphonics virkar á þann hátt að fiskum í fiskabúri er gefinn matur og vatninu frá þeim er dælt upp í gróðurhúsa hlutann og nýtist það sem næring og vökvun fyrir kál og aðrar plöntur sem lifa í gróðurhlutanum. Plönturnar vaxa í steinull og hreinsa vatnið sem rennur svo aftur ofan í búrið. Þær búa til súrefni fyrir okkur og við getum við nýtt þær til manneldis í kennslueldhúsi skólans.

Á þann hátt minnkum við vistspor skólans þar sem ekki þarf að flytja plönturnar um langan veg og við það spararst líka bensín og kostnaður við innkaup. Þegar þarf að endurnýja plönturnar þá er nýjum fræjum plantað.

Fiskabúrið og plönturnar eru notaðar til kennslu í náttúrufræði. T.d. skoða samspil dýra og plantna, skoða ljósbrot í vatni, hvernig fiskar anda uppbygging laufblaða og fleira. Margt af þessu hefur ekki verið hægt að kenna eða læra nema með myndum og fyrirlestrum en nú geta nemendur sjálfir uppgötvað með sínum eigin athugunum.

Til baka
English
Hafðu samband