Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf 4. jan.

30.12.2020 14:23

Kæru nemendur og forráðamenn

Samkvæmt ákvörðun skóladeildar Garðabæjar verður skólastarf í grunnskólum Garðabæjar þann 4. janúar með sama hætti og það var fyrir áramót.

Þetta þýðir að við munum starfa eftir stundaskránni sem er hér að neðan þann 4. janúar. Við stefnum svo að nánast hefðbundnu skólastarfi þriðjudaginn 5. janúar. Nánari upplýsingar um það munu berast ykkur seinnipart dags þann 4. jan.

Stundaskrá 4. jan.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ny8p8ZG-tuC6YXVEgpTzfmEdNKpqCWtTZnLR5xnR5yk/edit?usp=sharing


Farið varlega um áramótin!

Til baka
English
Hafðu samband