Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breyting á skólahaldi og uppfærður matseðill

20.11.2020 13:14

Frá og með mánudeginum 23. nóvember munu nemendur fá kennslu í skólaíþróttum til viðbótar við bóklega tíma sem verið hafa síðustu vikur. Stundatafla nemenda helst því óbreytt að undanskilinni þessari viðbót. Með því að smella hér getið þið séð séð hvernig stundatöflur einstakra bekkja líta út frá og með mánudeginum en auk þess er hægt að nálgast þessar upplýsingar á heimasíðu skólans. Þeir nemendur sem eru í námsvershópum eiga að fara í íþróttir/sund með sínum umsjónarbekk. Athygli skal vakin á því að íþróttatímar eru kenndir inni og því þurfa nemendur að koma með viðeigandi fatnað með sér.

Önnur breyting sem hefst á mánudaginn er sú að nemendur sem eru í áskrift hjá Skólamat munu ekki lengur fá matinn sinn „til-að-taka-með“, heldur munu þau geta borðað í skólanum áður en þau fara heim eða í skólaíþróttir. Skólamatur hefur jafnframt gert breytingar á matseðli sínum fyrir nemendur á unglingastigi sem má sjá hér að neðan. Við bendum nemendum sem ekki eru í Skólamat á að taka með sér nesti til að borða þá daga sem þeir eru lengur í skólanum vegna skólaíþrótta.

23. nóv. Mánudagur  Tortilla tikkamasala  
 24. nóv. Þriðjudagur Pastabakki með kjúklin 
 25. nóv. Miðvikudagur Hyrna með naut og bernaise 
 26. nóv. Fimmtudagur  Tortilla með skinku 
 27. nóv. Föstudagur  Skólasamloka með kjúklin 
 30. nóv. Mánudagur  Pastabakki með kjúkling 
Til baka
English
Hafðu samband