Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvaða próf? Hvaða stofa?

26.05.2020 17:14
Hvaða próf? Hvaða stofa?

Lokapróf í 10. bekk eru haldin dagana 27.-29. maí og í 8. og 9. bekk föstudaginn 29. maí, sjá frétt.

Upplýsingar um í hvaða stofum nemendur taka próf hanga á göngum skólans.

Við hvetjum nemendur til að hvílast vel fyrir prófadag og borða góðan morgunmat því það styður við einbeitinguna í krefjandi verkefnum.

Í Garðaskóla leggjum við áherslu á vandaða próftöku og nemendur þurfa að fylgja prófreglum skólans (skoða prófreglur (PDF)). Helstu reglur eru þessar:

  • Mæta tímanlega.
  • Þögn á að vera í prófstofu svo að allir hafi frið til að einbeita sér að prófinu.
  • Snjalltæki eru ekki leyfð inni í prófstofum.
  • Skólatöskur og yfirhafnir á að geyma í skápum, ekki inni í prófstofum.
  • Ef nemandi er staðinn að svindli í prófi er honum vísað úr prófstofu til stjórnenda og fær sjálfkrafa einkunnina D á prófinu. Foreldrar eru ávallt upplýstir.

Gangi ykkur vel!

Starfsfólk Garðaskóla

 

Myndin með fréttinni er fengin á vefnum https://www.freepik.com/free-photos-vectors/exams

Til baka
English
Hafðu samband