Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólamatur: Viðbrögð vegna COVID-19

12.03.2020 17:04
Skólamatur: Viðbrögð vegna COVID-19

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Til að bregðast við tilmælum Almannavarna varðandi COVID-19 höfum við hjá Skólamat ehf. í samráði við skólastjórnendur gripið til eftirfarandi ráðstafana:

  1. Hætt hefur verið við sjálfsskömmtun. Í því fellst að öllum mat og meðlæti er skammtað af starfsmanni á disk nemenda.

  2. Vegna breytinga á sjálfsskömmtun verður matseðli breytt og hann einfaldaður að hluta.

  3. Ýmsar breytingar hafa einnig verið gerðar við afgreiðslu til þess að auðvelda framkvæmd, en ávallt er farið eftir ráðleggingum yfirvalda.

  4. Við minnum á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar og að fylgja leiðbeiningum landlæknis á www.landlaeknir.is

Þessar ráðstafanir eru einungis tímabundnar.  Það er von okkar að hægt verði að breyta sem fyrst í hefðbundið verklag.

Með von um jákvæð viðbrögð og skilning.

Kær kveðja,

Starfsfólk Skólamatar ehf

Til baka
English
Hafðu samband