Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar

13.02.2020 16:21
Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs sem von er á á morg­un, föstu­daginn 14. febrúar.

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 07 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni og því skal starfsfólk ekki mæta til vinnu nema þar sem brýna nauðsyn ber til á starfsstöðum þar sem þarf að manna störf vegna nauðsynlegar öryggis- og heilbrigðisþjónustu. Skólahald fellur niður í Garðaskóla en starfsfólk verður til staðar í húsinu til að taka á móti fólki ef þörf er á því, t.d. börnum fólks sem þarf að sinna björgunarstörfum. Eini inngangurinn sem verður opinn er starfsmannainngangur sem snýr út að bílastæðinu við Ásgarð.

Þar sem veðrið á ekki að ganga niður fyrr en eftir hádegi er ljóst að nemendur verða ekki boðaðir í neinar kennslustundir. Við óskum nemendum og foreldrum góðrar samveru sem framundan er í vetrarleyfi skólanna í Garðabæ.

Short summary in English: Because of a severe storm warning people in Garðabær are asked to stay at home tomorrow, Friday 14th of February. There will be no classes in Garðaskóli, but the staff entrance will be open if people need to access the house. See more information on Garðabær website: https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/raud-vedurvidvorun-fostudag-14.-februar

Áhrif óveðurs föstudaginn 14. febrúar:

Til baka
English
Hafðu samband