Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
08.02.2020 11:07
Val fyrir skólaárið 2020-2021

Nemendur í 8. og 9. bekk þurfa að skila óskum sínum um valgreinar skólaárið 2020-2021 í síðasta lagi mánudaginn 10. febrúar.

Nemendur skrá óskir sínar um valið í Innu og upplýsingar um hverja valgrein eru í bæklingi á vef skólans. Úrvalið er mikið og fjölbreytt en skólinn býður upp á tæplega 50 valgreinar fyrir næsta skólaár.

Nemendur og foreldrar mættu á opið hús skólans þar sem kennarar kynntu valgreinarnar fimmtudaginn 6. febrúar. Mæting var frábær og starfsmenn áttu mjög góð samtöl við nemendur og foreldra um það val sem er í boði. Skólinn fékk líka ábendingar um hvað mætti vera í boði en er ekki á listanum að þessu sinni. 

Til baka
English
Hafðu samband