Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnaheill - Verndarar barna

08.02.2020 10:58
Barnaheill - Verndarar barna

Nýlega fengu allir nemendur í 8. bekk heimsókn frá starfsmönnum Barnaheilla. Barnaheill heldur utan um forvarnarverkefni sem vinna gegn ofbeldi gegn börnum og heimsóknin er liður í forvarnaráætlun Garðaskóla. Samtal Barnaheilla við nemendur hefur það markmið að kenna unglingunum að þekkja ofbeldishegðun og leiðbeina þeim um hvert er hægt að leita ef þeir upplifa ofbeldi eða verða vitni að því hjá vinum sínum.

Við þökkum Barnaheillum kærlega fyrir komuna og samtalið við nemendur Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband