Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verum saman á vaktinni - fræðslukvöld þriðjudaginn 21. janúar

17.01.2020 11:16
Verum saman á vaktinni - fræðslukvöld þriðjudaginn 21. janúar

VERUM SAMAN Á VAKTINNI - ,,Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er yfirskrift fræðslukvölds um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir sem verður haldið þriðjudaginn 21. janúar nk. kl. 20:00-22:15 í hátíðarsal Sjálandsskóla við Löngulínu. 

 Fræðslukvöldið er haldið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Grunnstoðar Garðabæjar (fulltrúa foreldrafélaga) og grunnskóla Garðabæjar og er fyrir foreldra og íbúa í Garðabæ. Allir eru velkomnir að hlýða á fróðleg erindi sem á erindi við okkur öll sem samfélag. 

Fjölbreytt erindi 

Fyrirlesarar þetta kvöld verða m.a.Birgir Örn Guðjónsson ,,Biggi lögga“ og Leifur Gauti Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði sem fræða okkur um það helsta sem er í gangi og eftir hverju við þurfum að leita.  Fulltrúi frá fræðslu- og forvarnarverkefninu ,,Eitt líf" (minningarsjóður Einars Darra) kemur og deilir reynslusögu.  Einnig verður erindi frá Guðrúnu B. Ágústsdóttur, ráðgjafa hjá Foreldrahúsi, sem fer í gegnum áhættuþætti, fikt og neyslu og hvert foreldrar geta leitað og gert sjálfir. Fundarstjóri á fræðslukvöldinu er Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri KVAN og þjálfari á námskeiðum þess.

Fræðslukvöldið verður haldið í hátíðarsal Sjálandsskóla við Löngulínu og þar er hægt að ganga inn bæði austan megin við íþróttasalinn og einnig vestan megin þar sem aðalbílastæði skólans er. 

Dagskráin er hér í heild sinni í viðburðadagatalinu á vefnum og einnig sem viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar. 

 

Til baka
English
Hafðu samband