Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðustu skóladagar fyrir jólafrí

17.12.2019
Síðustu skóladagar fyrir jólafrí

Nú líður að jólum og framundan eru síðustu skóladagarnir fyrir jólaleyfi.

Fimmtudaginn 19. desember er Læsisdagur Garðaskóla en þar taka nemendur þátt í fjölbreyttum læsisverkefnum og kynningum. Mæting er í skólann kl. 8:10 og stendur dagskráin yfir til kl. 13:30. 

Föstudaginn 20. desember halda nemendur litlu jólin í umsjónarstofum (sjá nánari upplýsingar í pósti frá umsjónarkennara). Reiknað er með dagskrá í um 1 1/2 klst:
8. bekkur mætir kl. 8:30
9. bekkur mætir kl. 9:00
10. bekkur mætir kl. 9:30  

Föstudaginn 3. janúar hefst kennsla í Garðaskóla samkvæmt stundaskrá.

Til baka
English
Hafðu samband