Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Læsisdagur í Garðaskóla

12.12.2019 10:44
Læsisdagur í Garðaskóla

Sú hefð hefur myndast að á síðustu dögum fyrir jóalfrí er sérstaklega unnið með læsi í víðum skilningi í Garðaskóla. Í ár verða fjölbreyttar vinnustofur fimmtudaginn 19. desember í bland við heimsóknir nokkurra rithöfunda. 

Í 8. bekk kemur Gunnar Helgason og les upp úr nýrri bók, nemendur 9. bekkjar fá upplestur frá Hildi Knútsdóttur og Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Þorgrímur Þráinsson heimsækir alla 10. bekkina. Auk þess verður hægt að föndra og vinna með orðaforða tungumála og annarra faggreina í ýmsum spilum og leikjum. 

Allir bekkir mæta kl. 8:10 í skólann og stendur dagskráin til kl. 13:30

Til baka
English
Hafðu samband