Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
04.11.2019 18:43
Gagn og gaman dagar hefjast á miðvikudaginn

Dagana 6.-8. nóvember verða árlegir Gagn og gaman dagar í Garðaskóla. Fjölbreytt dagskrá verða í boði, meðal annars kertagerð, menningarferðir, smáhlutaverkstæði og Pokemon Go.  

Á heimasíðu skólans má finna nánari upplýsingar um tímasetningar og hvað nemendur þurfa að taka með sér hvern dag. Nemendur eiga að hafa fengið upplýsingar um sína hópa en ef misbrestur hefur orðið á því er hægt að hafa samband við umsjónarkennara eða skrifstofu skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband