Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundir fyrir foreldra

10.10.2019 10:27
Fræðslufundir fyrir foreldra

Forvarnarvika Garðabæjar hófst miðvikudaginn 9. október og stefndur til 15. október. Áhersla forvarnarviku 2019 er á vináttu, samveru og umhyggju. Tveir fræðslufundir verða í boði fyrir foreldra í tilefni vikunnar:

Mánudaginn 14. október kl. 18.00 í Ásnum, bókasafni Garðaskóla: Ungt fólk 2019. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur frá Rannsóknum og greiningu segir frá stöðu mála hjá nemendum Garðaskóla sem svöruðu könnuninni Ungt fólk í febrúar 2019 (árgangar 2004 og 2005). Könnunin fjallar um neyslu og hegðun unglinga og gegnir mikilvægu hlutverki í forvarnarstarfi skólans. Margrét Lilja setur niðurstöðurnar í samhengi við hlutverk foreldra og þau atriði sem mestu máli skipta í forvarnarstarfi.

Þriðjudaginn 15. október kl. 20.00 á sal Sjálandsskóla: Vinátta er fjársjóður: Samvera og umhyggja. Fræðslufundur fyrir foreldra í Garðabæ í tilefni forvarnarviku. Á dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  •  Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við HÍ og fjölskylduþerapisti: Heilbrigt fjölskyldulíf – styrkleikar og áskoranir.
  • Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla íslands: Hið ósýnilega afl: Hvernig stemning mótar hegðun einstaklinga og hópa – til góðs eða ills.

Aðgangur á báða fundina er ókeypis og boðið verður upp á kaffi.

Við bendum foreldrum einnig á nýja röð myndbanda á Youtube, undir leitarorðinu „Það eru engir töfrar“. Þar eru stutt myndbönd sem birta staðreyndir um þau forvarnarmál sem hæst ber um þessar mundir.

 

Til baka
English
Hafðu samband