Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vika bannaðra bóka

23.09.2019 08:08
Vika bannaðra bóka

Í þessari viku má finna uppstillingu í Ásnum, skólabókasafni Garðaskóla, á "bönnuðum bókum." Ekki er um raunverulega bannaðar bækur að ræða (a.m.k. ekki á bókasafni Garðaskóla) heldur má þar finna bækur sem hafa verið bannaðar áður í einstökum skólum, á bókasöfnum eða jafnvel af ríkisstjórnum landa af ýmsum ástæðum. 

Meginmarkmið vikunnar er að fagna lestrarfrelsinu – rétti einstaklingsins til að velja sér lesefni án ritskoðunar. Í uppstillingunni má meðal annars finna Harry Potter, Flugdrekahlauparann og Lísu í Undralandi sem hafa svo dæmi séu tekin verið bannaðar vegna galdra, samkynhneigðar og trúleysis, auk þess að ýta mögulega undir hryðjuverk og íslamstrú.

Nemendur munu hafa tækifæri á að taka þátt í getraun tengt vikunni þar sem vegleg verðlaun verða í boði.

Til baka
English
Hafðu samband