Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eru vespur hættulegar?

05.09.2019 10:45
Eru vespur hættulegar?

Margir nemendur Garðaskóla nýta létt bifhjól (vespur) til að komast á milli staða. Tækin eru ekki hættuleg ökumönnum eða öðrum EF þau eru rétt notuð. Á síðustu vikum hafa íbúar Garðabæjar kvartað talsvert yfir glannalegum vespuakstri og því finnst okkur ástæða til að minna á nokkrar einfaldar reglur:

  • Hjálmur – bjargar hausnum ef slys verður.
  • Farþegar – eru bannaðir ef ökumaður vespunnar er yngri en 20 ára.
  • Gangstéttir – þar er í lagi að aka vespunni svo lengi sem ökumaðurinn tekur fullt tillit til þeirra sem eru fótgangandi á sömu gangstétt.
  • Samsíða – það er bannað að aka vespu samsíða annarri vespu, stærra hjóli eða bíl. Þetta er vegna mikillar hættu á að annað tækið rekist utan í hitt, með tilheyrandi skemmdum og jafnvel slysum.

Við starfsfólkið í Garðaskóla vitum að nemendur skólans kunna umferðarreglur og eru skynsamir. Við vonum að þeir nýti skynsemi sína á hverjum degi í umferðinni svo að haustið 2019 verði fyrsta slysalausa haustið síðan vespurnar urðu jafn vinsælar og raun ber vitni.

Hér má sjá nánari leiðbeiningar um notkun léttra bifhjóla.

Með bros á vör og samstarfskveðju,
starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband