Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þörf er á Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að komast inn á Innu

14.08.2019 13:36
Þörf er á Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að komast inn á Innu

Í sumar var sú breyting gerð að þörf er á Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að komast inn í Innu. Lykilorð eru ekki nothæf lengur og því mikilvægt að allir notendur verði sér út um annað hvort Íslykil eða rafræn skilríki fyrir skólabyrjun. Garðaskóli nýtir námsumsjónarkerfið í daglegt starf skólans og samskipti við heimili. Nemendur og aðstandendur þeirra hafa aðgang að sömu upplýsingunum í kerfinu en þó í gegnum mismunandi notendareikninga.

Rafræn skilríki fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri eru einungis veitt í viðurvist foreldra/forsjáraðila í bönkum og sparisjóðum.

Íslykil er hægt að sækja um í gegnum Þjóðskrá Íslands á https://www.island.is/islykill/. Valið er á milli þess að fá Íslykilinn sendan í heimabanka notanda eða með pósti á lögheimili viðkomandi. Við fyrstu innskráningu þarf að breyta Íslyklinum í annað lykilorð sem notandinn velur. Ef lykilorðið tapast þarf að sækja um nýjan Íslykil.

Við hvetjum nemendur og aðstandendur til að skoða þetta mál strax svo ekki verði tafir á því að viðkomandi komist í Innu við skólabyrjun.

Hægt er að nálgast leiðbeiningar um Íslykilinn á heimasíðu Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband