Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Plastendurvinnsla í Garðaskóla

12.06.2019 08:50
Plastendurvinnsla í Garðaskóla

Garðaskóli tekur þátt í fjölmörgum þróunarverkefnum á hverju ári og eitt af þeim felur í sér samstarf við PlastPlan á Íslandi. Samtökin vinna við að fræða um tækifærin sem felast í því að endurvinna plast í nytjahluti en stór hluti af vitundavakningunni er einnig að breyta neyslumynstri einstaklinga og fyrirtækja til hins betra.

Byggðar hafa verið tvær vélar í Garðaskóla, önnur til að hakka plast og hin til að bræða það í þráð sem svo er hægt að móta í eitthvað nýtt. Í byrjun júní fór hópur starfsmanna Garðaskóla á námskeið hjá PlastPlan um mismunandi tegundir plasts og hvernig vélarnar virkuðu. Sambærilegt námskeið verður svo haldið fyrir aðra starfsmenn í ágúst, auk fræðslu fyrir nemendur. Í samræmi við umhverfisstefnu Garðabæjar mun skólinn setja sér skýrari verkferla fyrir skólaárið 2019-2020 um flokkun plasts, með það að leiðarljósi að endurvinna það sem hægt er í daglegu sorpi nemenda og starfsmanna. Það sem gengur af mun áfram vera sent í endurvinnslu til orkubrennslu. 

Til baka
English
Hafðu samband