Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur Garðaskóla leggja sitt af mörkum og hugsa um framtíðina

15.03.2019 15:33
Nemendur Garðaskóla leggja sitt af mörkum og hugsa um framtíðina

Síðustu dagar í Garðaskóla hafa einkennst af nýjum og spennandi verkefnum í öllum árgöngum. Hefðbundin stundatafla var sett til hliðar og í staðin tóku við áskoranir í tengslum við félagsþroska, umhverfismál, lokaverkefni, samfélagslega skyldu nemenda og framtíð þeirra.

Í 8. bekk var áhersla lögð á félagsleg samskipti nemenda og vinnu tengdri stafrænni borgaravitund. Umsjónarkennarar áttu góðan tíma með nemendum sínum, farið var á skauta o.m.fl.

Nemendur í 9. bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Í kjölfarið tóku við samfélagsverkefni þar sem allir nemendur árgangsins tóku þátt í að perla „Lífið er núna“ armbönd fyrir Kraft að andvirði 500.000 kr, hreinsa nærumhverfi Garðaskóla af plasti og flokka og undirbúa framlög frá heimilum sínum til Konukots og heimilislausra.

10. bekkingar nýttu vikuna í starfsfræðslu og lokaverkefni. Þeir fengu kynningu á réttindum sínum og skyldum frá VR, námsframboði í Tækniskólanum og starfi Team Spark teymis HÍ. Hluti úr vikunni var einnig nýttur til að hefja vinnu við lokaverkefni 10. bekkinga en sýning á afrakstri verkefnanna verður haldin 5. júní í Ásgarði.

Síðast en ekki síst fóru allir nemendur í 9. og 10. bekk á „Mín framtíð“ í Laugardalshöllinni. Sýningin er framhaldsskólakynning 33 skóla sem og Íslandsmót iðn- og verkgreina.

 

    Allt rusl sem nemendur týndu í nærumhverfi Garðaskóla 

 

Til baka
English
Hafðu samband