Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
12.03.2019 10:19
Garðskælingar áfram í Upptaktinum

Upptakturinn er tónsköpunarverðlaun barna og unglinga en þar gefst ungu fólki tækifæri til að senda inn tónsmíðar sínar. Þau verk sem komast áfram í keppninni verða svo fullunnin í vinnustofu undir handleiðslu tónskálda og starfandi tónlistarmanna og flutt á opnunarathöfn Barnamenningarhátíðarinnar í Hörpu 9. apríl næstkomandi, kl. 17:00,

Birgir Bragi Gunnþórsson, nemandi í níunda bekk, og Birna Berg Bjarnadóttir, nemandi í tíunda bekk, sendu inn frumsamin verk og komust áfram í keppninni. Á næstu dögum munu þau fá að vinna með fagfólki við að útsetja og fullvinna tónlistina sína. Birgir, sem gengur undir listamanna nafninu Retter, gaf út plötu í nóvember 2018 á Spotify sem ber nafnið False Memories. Birna Berg hefur verið iðin við að semja ljóð og tónlist frá barnsaldri. Hún hefur áður unnið til verðlauna fyrir ljóðagerð en hún lærir söng í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Við óskum Birgi og Birnu innilega til hamingju með árangurinn.

Til baka
English
Hafðu samband