Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Val 8. og 9. bekkinga fyrir skólaárið 2019-2020

27.02.2019 21:02
Val 8. og 9. bekkinga fyrir skólaárið 2019-2020

Frá og með fimmtudeginum 28. febrúar geta nemendur í 8. og 9. bekk farið inn í Innu og merkt við þá valáfanga sem þeir hafa mestan áhuga á að taka þátt í á næsta skólaári. Valið stendur opið til og með föstudeginum 8. mars næstkomandi.

Lýsingar á valgreinum næsta skólaárs má finna í valgreinabæklingnum. Þar má einnig finna leiðbeiningar um hvernig skal standa að valinu í Innu. Athugið að nemendur í tilvonandi 10. bekk eru beðnir um að tilgreina, í forgangsröð, 10 valgreinar en nemendur í tilvonandi 9. bekk eiga að velja 6 valgreinar. Mikilvægt er að a.m.k. ein af valgreinunum sé list- eða verkgrein (sjá nánar bls. 6 í valgreinabæklingi um bundið val).

Sú nýbreytni er í ár að nemendur geta hakað við valáfanga (TÓM3102) sem ígildi undanþágu vegna tómstundastarfs utan skóla. Auk þess að sækja um valáfangann þarf nemandi að skila inn undirrituðu staðfestingarblaði um þátttöku í skipulögðu tómstundastarfi utan skóla. Blaðið verður kynnt betur þegar nemendur koma til starfa í lok ágúst. 

Fimmtudaginn 7. mars býður Garðaskóli foreldrum og nemendum í 8. og 9. bekk á valgreinakynningu kl. 8:10-9:05. Kynningarnar eru á formi "markaðstorgs" og því góð leið til að ræða við kennara um áherslur og verkefni mismunandi valfaga. Heitt verður á könnunni og mikil gleði í húsi.

Til baka
English
Hafðu samband