Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjármálalæsi í 10. bekk

15.11.2018 10:51
Fjármálalæsi í 10. bekk

Nemendur í samfélagsgreinum í 10. bekk eru þessa dagana að læra grunn í viðskipta- og hagfræði eftir að hafa unnið með lögfræði- og mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna undanfarnar vikur.

Hluti af fjármálalotunni var heimsókn Fjármálavits 14. nóvember síðastliðinn sem fræddi nemendur um sparnaðarráð og markmiðasetningu. Alls komu14 starfsmenn úr ýmsum fjármálastofnunum til þess að hjálpa nemendum að setja sér markmið og útbúa sparnaðaráætlun. Á næstunni munu nemendur halda áfram að læra það helsta um fjármál og hvernig hagkerfið okkar virkar.

Til baka
English
Hafðu samband