Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
12.11.2018 13:40
Lið Garðaskóla með besta rannsóknarverkefnið á FLL

FFL keppnin, eða First LEGO League, var haldin laugardaginn 10. nóvember síðastliðinn. Þema keppninnar í ár var "Á sporbraut" og því verkefnin öll tengd geimnum. Um 200 grunnskólanemendur voru skráðir til keppni sem tók mest allan daginn. Verkefnin eru fjölbreytt því að auk þess að hanna og forrita vélmenni til að leysa þrautir í braut þá þarf að kynna úrlausn á rannsóknarefni keppninnar og sýna fram á góða liðsheild.  

Gravity, lið Garðaskóla, sigraði í keppninni um rannsóknarverkefnið en þar lögðu þau til að sýndarveruleiki myndi aðstoða geimfara við að vinna bug á heimþrá og einangrun sem og aðstoða þá í þjálfun fyrir ýmis verkefni. Liðið hafnaði í 2. sæti í vélmennakappleiknum og fékk tilnefningu til verðlauna í hönnunarkeppninni.

Þessi árangur skilaði liðinu í öðru sæti í heildarkeppninni og vill Garðaskóli óska keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Til baka
English
Hafðu samband