Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
07.11.2018 20:20
Gagn og gaman dagar komnir af stað

Gagn og gaman dagar byrjuðu af fullum krafti í dag, miðvikudaginn 7. nóvember. Nemendur í öllum árgöngum tóku þátt í fjölbreyttu hópastarfi í og fyrir utan skólahúsnæðið. Margir hópar tóku strætó til að komast t.d. í bogfimi, Klifurhúsið og miðbæ Reykjavíkur, á meðan aðrir voru í húsi og undirbjuggu kaffihúsastemmningu, spiluðu félagsvist eða lærðu um hljóð- og ljósakerfi Garðalundar.

Haldið var í þá hefð sem hefur myndast að bjóða nemendum 8. bekkjar upp á skálaferð í Bláfjöllum. Hálfur árgangurinn fór í dag yfir nóttina en hinn helmingurinn fer á morgun og kemur á föstudaginn. Eldri árgangar munu á sama tíma taka þátt í nýju hópastarfi hvern dag fram að helgi. Hér er hægt að sjá tímasetningar, hvað þarf að taka með sér og hvert á að mæta en aðrar upplýsingar má fá hjá umsjónarkennara og á skrifstofu skólans.

Athygli er vakin á því að ekki er boðið upp á heitan mat í Skólamat á meðan á Gagn og gaman stendur en hægt verður að versla samlokur og annað smálegt í matsölunni.

Í myndasafninu má sjá brot af þeim mörgu hópum sem voru í gangi í dag.

Til baka
English
Hafðu samband