Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eldvarnar- og rýmingaræfingar haldnar í Garðaskóla

20.09.2018 15:47
Eldvarnar- og rýmingaræfingar haldnar í Garðaskóla

Fimmtudaginn 20. september var haldin rýmingaræfing á skólatíma í Garðaskóla. Nemendur fylgdu kennara sínum út í Ásgarð þar sem hver umsjónarbekkur kom saman, mæting var staðfest og verkferlar æfðir í þeim tilfellum þar sem einhvern vantaði. Rýming skólans tókst vel og nemendur upp til hópa rólegir yfir þessari óvæntu breytingu á stundaskránni.  

Æfingin kemur í kjölfar eldvarnarnámskeiðs sem haldið var fyrir starfsfólk fyrr í vikunni. Þar var farið yfir helstu orsakir bruna og hvernig best er að hegða sér í þeim aðstæðum þar sem eldur kemur upp. Að lokum fengu kennarar að æfa sig að nota handslökkvitæki.

Til baka
English
Hafðu samband