Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námskynningar fyrir foreldra 6. september

30.08.2018
Námskynningar fyrir foreldra 6. september

Fimmtudaginn 6. september næstkomandi er foreldrum/forráðamönnum boðið á námskynningu í Garðaskóla. Kynningin er tvískipt; annars vegar með umsjónarkennara inni í stofu og hins vegar á sal skólans þar sem hver faggrein verður með kynningarbás. Námsráðgjafar og skólastjórnendur verða einnig viðstaddir til að svara spurningum.

Meðan námskynningin fer fram verða nemendur heima. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 9:25.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Til baka
English
Hafðu samband