Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
15.08.2018 09:39
Skólaárið að hefjast í Garðaskóla

Skólaárið 2018 – 2019 í Garðaskóla verður sett miðvikudaginn 22. ágúst og í kjölfarið tekur fyrsti skóladagurinn við hjá öllum nemendum.

Nemendur í 9. og 10. bekk eiga að mæta kl. 8:10 á sal skólans. Að lokinni skólasetningu halda þeir í sína umsjónarstofu. Skóladegi þeirra lýkur kl. 13:10 þennan dag.

Nemendur í 8. bekk og forráðamenn þeirra mæta í Gryfjuna kl. 8:30 á skólasetningu og stuttan kynningarfund. Þar munu stjórnendur skólans og umsjónarkennarar taka á móti þeim, kynna sig og rifja upp mikilvæg atriði í skólastarfinu.  Að því loknu hefja nemendur sinn skóladag. Fyrsta skóladegi nemenda í 8. bekk lýkur kl. 13:30. Þennan fyrsta skóladag munu 8. bekkingar fara í myndatöku fyrir Innu.

Námsgögn verða afhent nemendum í skólanum fyrstu daga hans. Þar er um að ræða pappír, möppur og ritföng sem eiga að duga þeim í vetur. Ef nemandi týnir gögnum þarf hann að útvega ný sjálfur. Nemendur þurfa þó að koma sjálfir með skólatösku undir námsbækur, pennaveski fyrir ritföng auk fatnaðar fyrir íþróttatíma og sundtíma. Eldri nemendur nýta áfram vasareikna sem þeir hafa haft, nemendur í 8. bekk fá afhenta vasareikna í stærðfræðitímum.

Athugið að Skólamatur mun afgreiða heitan mat frá og með 23. ágúst. Forráðamenn þurfa að skrá nemendur í mataráskrift á skolamatur.is. Matsala nemenda er opin fyrsta skóladag en aðeins verða vörur í smásölu þann dag (samlokur, mjólkurvörur, drykkir o.s.frv.).

Til baka
English
Hafðu samband