Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð lokaverkefna í Ásgarði 6. júní

05.06.2018 18:36
Uppskeruhátíð lokaverkefna í Ásgarði 6. júní

Miðvikudaginn 6. júní munu nemendur í 10. bekk Garðaskóla í fyrsta skipti skila áhugasviðstengdu lokaverkefni. Af þessu tilefni er aðstandendum og öðrum áhugasömum boðið til uppskeruhátíðar í Ásgarði sama dag milli kl. 13:30 og 15:00.

Eins og sjá má í meðfylgjandi skjali hafa nemendur mörg áhugaverð verkefni til að miðla til gesta og gangandi og eru því allir hvattir til að koma við. Hér má finna kort sem sýnir staðsetningu verkefna.

Til baka
English
Hafðu samband