Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vordagadagskrá Garðaskóla

28.05.2018 15:24
Vordagadagskrá Garðaskóla

Vorpófum er lokið í Garðaskóla og nemendur takast nú á við óhefðbundin verkefni af ýmsu tagi.  Allir árgangar fara í vorferðir en einnig verður boðið upp á starfskynningar, fjallgöngur og dagskrá á vegum umsjónarkennara í 8. og 9. bekk. Nemendur í 10. bekk munu á sama tíma vinna við lokaverkefnin sín en uppskeruhátíð þeirra verður í Ásgarði miðvikudaginn 6. júní næstkomandi milli kl. 13:30 og 15:00.

Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá gróflega dagskrá fyrir alla árganga. Athygli er vakin á því að þeir nemendur sem ekki fara í vorferðir með sínum árgangi taka þátt í skipulagðri dagskrá í Garðaskóla. Póstur verður sendur af deildarstjórum vegna þessa.  

Til baka
English
Hafðu samband