Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauði krossinn tekur við gjöfum frá 10. bekk Garðaskóla

17.05.2018 13:16
Rauði krossinn tekur við gjöfum frá 10. bekk Garðaskóla

Rauði kross Íslands tók í dag á móti gjöf frá nemendum Garðaskóla. Gjöfin felur í sér poka sem nemendur í 10. bekk saumuðu á vorönn og innihalda hagnýta hluti og nauðsynjavörur eins og ullasokka, sápu og tannbursta. Söfnun meðal nemenda og foreldra, ásamt gjöf frá Varma og Innnes, gerði það að verkum vel tókst til að fylla pokana. 

Pokarnir fara í dreifingu í Konukot og Frú Ragnheiður en bæði verkefnin eru rekin af Rauða krossi Íslands. Gréta Morthens, starfsmaður Konukots tók fyrir hönd Konukots og frú Ragnheiðar á móti gjöfinni en gaman er að segja frá því að Gréta var sjálf nemandi í Garðaskóla þegar hún var í 9. og 10. bekk.

Myndir frá vinnu nemenda við að sauma og fylla pokana má sjá í myndsafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband