Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur rannsaka súrnun sjávar

07.05.2018 08:55
Nemendur rannsaka súrnun sjávar

Stór liður í náttúrufræðikennslu Garðaskóla kemur inn á umhverfisfræðslu- og verndun. Nemendur í 9. bekk hafa undanfarið verið að skoða áhrif hlýnunar jarðar á lífríkið, það er sérstaklega hvaða áhrif súrnun sjávar hefur á lífríkið í sjónum. 

Rannsóknin fer þannig fram að nemendur setja skeljar í blöndu af sýru og sjó. Tveimur dögum síðar skoða þeir hvaða áhrif blandan hefur haft á skeljarnar. Niðurstaðan var sú að skel sem liggur í súrum sjó verður lin og getur því ekki lengur verndað fiskinn frá rándýrum.

Ástæða súrnun sjávars er sú að sjórinn er að taka við auknu koltvíoxíði úr andrúmslofti vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa.  Samkvæmt mælingum virðist Atlantshafið taka við meira CO2  en önnur höf (eða það hefur meiri áhrif) því það virðist súrna hraðar. 

                                                                    Fyrir blönduna

                                                                        Í blöndunni

                                                                    Eftir blönduna

Til baka
English
Hafðu samband