Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðmið um skjánotkun

04.05.2018 10:15
Viðmið um skjánotkunÍ vetur lét forvarnarnefnd Garðabæjar prenta segla með viðmiðum um skjánotkun. Á seglunum eru einföld skilaboð sem hjálpa foreldrum að samstilla þann ramma sem nauðsynlegt er að setja um skjánotkun barna og ungmenna. Í Garðaskóla munum við afhenda segulinn á kynningarfundum með foreldrum við upphaf næsta skólaárs. Þar sem 10. bekkingar verða þá útskrifaðir bjóðum við foreldrum þeirra nemenda að sækja segulinn á skrifstofu skólans, eða hafa samband í tölvupósti og fá segulinn sendan heim. Skrifið á netfangið gardaskoli@gardaskoli.is.
Til baka
English
Hafðu samband