Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
25.04.2018 07:37
Lokaverkefni 10. bekkinga í Garðaskóla

Vorið 2018 munu nemendur í 10. bekk Garðaskóla í fyrsta skipti skila áhugasviðstengdu lokaverkefni fyrir útskrift. Sambærileg verkefni hafa verið keyrð í mörgum öðrum skólum á Íslandi síðustu ár og eru kennarar og nemendur spenntir fyrir þessari nýju áskorun.

Vinna við lokaverkefnið hófst síðasta mánudag þar sem nemendur fengu kynningu á verkefninu, tækifæri á að velja sig í hópa þvert á umsjónarbekki og ræða möguleg efnistök. Listadagar voru valdir til að hefja vinnu við verkefnið en meiri tími verður gefinn í lok skólaárs eins og sjá má á meðfylgjandi skema.  

Á heimasíðu Garðaskóla hefur fylgiskjölum verið safnað saman en þau munu einnig hanga uppi í skólanum. 

Aðstandendur eru hvattir til að taka frá miðvikudaginn 6. júní milli kl. 13:30 og 15:00 en þá býðst þeim tækifæri til að skoða afrakstur vinnunnar í Ásgarði.

Til baka
English
Hafðu samband