Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð Garðaskóla í kvöld

24.04.2018 18:17
Árshátíð Garðaskóla í kvöld

Árshátíð Garðaskóla fer fram í Ásgarði í kvöld, þriðjudaginn 24. apríl. Húsið opnar kl. 18:30 og stendur gleðin fram undir miðnætti eða um kl. 23:30. Rútur heim verða í boði fyrir þá sem vilja.

Eins og undanfarin ár verða skemmtiatriði ekki af verri endanum; Flóni, Birnir og Dj Egill Spegill, svo ekki sé minnst á skemmtiatriði frá nemendum Garðaskóla. Grillvagninn mætir með gómsætan hamborgara og meðlæti eins og hver getur í sig látið. Drykkir eru innifaldir, sem og eftirréttur. Ef einhver er ennþá hungraður þá er einnig hægt að koma við í sjoppunni.

Til baka
English
Hafðu samband