Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkingar í heimsókn

18.04.2018 11:32
7. bekkingar í heimsóknÍ vikunni komu fríðir hópar 7. bekkinga úr öðrum grunnskólum Garðabæjar að heimsækja Garðaskóla. Þessir nemendur hafa innritað sig í 8. bekk Garðaskóla næsta haust og hlakka greinilega til koma í skólann. Nemendaráðgjafar tóku á móti hópunum á sal og kynntu starf skólans. Síðan fylgdu þeir gestunum í sýnisferð um húsið og heilsuðu upp á nemendur og starfsfólk. Starfsfólk Garðaskóla hlakkar mikið til að taka á móti nýnemunum í ágúst.
Til baka
English
Hafðu samband