Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmt próf í ensku fellur niður

09.03.2018 10:12

Kæru nemendur og forráðamenn í 9. bekk

Í morgun komu upp sömu vandamál í prófakerfi Menntamálastofnunar og trufluðu próftöku á miðvikudag. MMS hefur frestað prófinu og við sendum því alla þá nemendur sem eru í prófinu nú fyrir hádegi heim. Nemendur eiga ekki að mæta í prófið eftir hádegi. Skólastarf í 9. bekk fellur því niður í dag.

Menntamálastofnun hefur miðlað upplýsingum um málið á facebook vef sínum og við vísum þangað um frekari upplýsingar: https://www.facebook.com/Menntamalastofnun/

Við viljum hrósa nemendum okkar fyrir þolinmæði við óásættanlegar aðstæður.

Með samstarfskveðju,

Stjórnendur Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband