Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óhefðbundið skólastarf í Garðaskóla 7.-9. mars

01.03.2018 16:31
Óhefðbundið skólastarf í Garðaskóla 7.-9. mars

Samræmd könnunarpróf verða haldina í 9. bekk dagana 7.-9. mars næstkomandi. Þó að prófin séu könnunarpróf er mikilvægt að nemendur fái frið til að sinna þeim eftir bestu getu og því verður skipulag skólastarfs með öðrum hætti en vanalega.

Skólamatur sér um hádegismat alla dagana eins og venjulega.

8. bekkur: Skólastarf verður með venjulegum hætti en stefnt að skíðaferð fimmtudaginn 8. mars. Nánari upplýsingar munu berast fljótlega.

9. bekkur: Samræmd próf verða 7-9.mars. Upplýsingar um tímasetningar verða sendar í pósti.

10. bekkur: Samfélagsverkefni, starfskynningar og verkefni tengd þeim dagana 7.-9. mars. Kennsla samkvæmt stundaskrá frá kl 12.20. miðvikudag og fimmtudag. Nemendur hafa fengið upplýsingar um tímasetningar en þær eru einnig auglýstar á upplýsingatöflu í skólanunm.

Til baka
English
Hafðu samband