Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Val í Innu fyrir skólaárið 2018-2019

23.02.2018 09:35
Val í Innu fyrir skólaárið 2018-2019

Haustið 2017 færði Garðaskóli sig yfir í námsumsjónarkerfið Innu. Kerfið heldur utan um flest verkefni skólans, meðal annars val nemenda í 8. og 9. bekk fyrir skólaárið 2018-2019. Til að einfalda val nemenda fyrir næsta skólaár hafa verið gerðar örlitlar breytingar á ferlinu.

Nemendur sem eru að fara í 9. bekk eiga að velja 6 námsgreinar í aðalval og af þeim á að vera a.m.k. 1 valgrein úr bundnu vali (sjá lista í valgreinabæklingi). Nemendur sem eru að fara í 10. bekk eiga að velja a.m.k. 10 námsgreinar og af þeim eiga að vera a.m.k. 2 úr bundnu vali.

Nemendur raða námsgreinunum frá 1-10 í þeirri forgangsröð sem þeir kjósa.

Athugið að ekki þarf að tilgreina varaval ef réttur fjöldi námsgreina hefur verið valinn.

Leiðbeiningar má finna á heimasíðu Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband