Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
12.12.2017 19:51
Óhefðbundin kennsla í öllum árgöngum 19. desember

Þann 19. desember næstkomandi verður óhefðbundin kennsla í Garðaskóla. Nemendur hafa val um að taka þátt í ýmiss konar verkefnum sem öll tengjast á einn eða annan hátt eflingu læsis. Kennarar skólans hafa undirbúið fjöldann allan af fjölbreyttum vinnustofum þar sem markmiðin eru að nota tungumálið á skapandi og óvenjulegan hátt. Með því móti eflist orðaforði, færni í samskiptum og jafnvel jólaskapið.

Fyrirkomulag dagsins er eftirfarandi:

  • 8:50 – nemendur mæta til umsjónarkennara sem tekur manntal.
  • 9.00-10.20 – Nemendur velja sér vinnustofur og sinna verkefnum.
  • 10.20-10.40 – Morgunkaffi.
  • 10.40-12.00 – Vinnustofur og verkefni.
  • 12.00-12.30 – Matur.
  • 12.30 – 13.50 – Vinnustofur og verkefni.

Yfirlit yfir vinnustofur og verkefni hanga uppi á göngum skólans, og eru hér á heimasíðunni. Fyrirkomulagið á vali nemenda er einfaldlega „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og er takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst í hverja vinnustofu. Ef nemandi fær ekki inni í því verkefni sem hann langar mest í, er mikilvægt að vera jákvæður og taka því verkefni sem hann endar í með brosi á vör.

10. bekkur í fjármálafræðslu

Þennan sama dag fær 10. bekkur fræðslu í fjármálalæsi. Um er að ræða 80 mínútna verkefni á vegum Fjármálavits (www.fjarmalavit.is)  sem raðast inn í verkefni og vinnustofur 10. bekkjar sem hér segir:

  • 9.00-10.20 – 10.EHR í stofu 303, 10.GE í stofu 304
  • 10.40-12.00 – 10. HÞS í stofu 303, 10. IW í stofu 304
  • 12.30-13.50 – 10. KFS í stofu 303, 10. KS í stofu 304 og 10.SSH í stofu 302.

Þegar nemendur eru ekki í þessu verkefni velja þeir sér vinnustofur og verkefni með 8. og 9. bekk. 

Til baka
English
Hafðu samband