Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opnun Upplýsingavers Garðaskóla og nafnasamkeppni

08.12.2017 10:03
Opnun Upplýsingavers Garðaskóla og nafnasamkeppni

Mánudaginn 11. desember verður Upplýsingaver Garðaskóla formlega opnað. Lengi hefur verið beðið eftir opnun safnahlutans og nemendur margir hverjir orðnir spenntir fyrir jólabókum og almennilegri vinnuaðstöðu í eyðum og eftir að hefðbundinni kennslu líkur. 

Síðustu daga hafa nemendur í 8. bekk komið á sérstaka kynningu hjá Maríu bókasafnsfræðingi til að fara yfir umgengnisreglur, safnakost og hvað er í boði í upplýsingaverinu. 

Upplýsingaverið er stórt rými þar sem boðið er upp á fjölbreytt vinnusvæði fyrir nemendur og kennara. Til aðgreiningar verður blásið til nafnasamkeppni til að finna bestu heitin á þau svæði sem sjá má á myndinni fyrir neðan. Tillögur að svæðaheitum skal senda fyrir 19. desember á nafnasamkeppni@gspostur.com 

Til baka
English
Hafðu samband