Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

First Lego lið Garðaskóla keppir 11. nóvember

11.11.2017 01:48
First Lego lið Garðaskóla keppir 11. nóvember

Laugardaginn 11. nóvember næstkomandi verður "First Lego League" keppnin haldin í Háskólabíó og eins og í fyrra mun Garðaskóli eiga fulltrúa. Háskóli Íslands stendur fyrir þessari árlegu keppni þar sem lið frá skólum víðsvegar af landinu etja kappi við að leysa þrautir með vélmennum og fleiri skemmtileg verkefni.

Hluti af verkefnum liðsins fyrir keppnina var að finna eitthvað í nærumhverfinu sem mætti bæta í sambandi við flutning á vatni. Liðsmennirnir fundu út að þeir voru ekki sáttir við gæðin á drykkjarvatni skólans, þeir hafa tekið eftir að það sé stundum rauðleitt ef ekki hefur verið skrúfað er frá krönunum og vildu vita hvort ekki væri hægt að finna lausn á því.

Eftir að hafa kynnt sér málið fengu þeir Eystein Haraldsson, bæjarverkerkfræðing Garðabæjar á sinn fund og kynntu honum verkefnið og þær niðurstöður sem athuganir þeirra höfðu leitt í ljós. Eftir kynninguna sýndu þeir Eysteini þrautabrautina og hvernig þeim hefur gengið að leysa verkefnin sem þeir þurfa að leysa í keppninni sjálfri.

Við óskum keppendum góðs gengis og skemmtunar í keppninni á morgun og bendum á að það er opið hús í Háskólabíó milli kl. 12:30 og 15:30 til að fylgjast með keppninni.

Til baka
English
Hafðu samband