Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur gegn einelti - umsjón hefst kl. 8:10

06.11.2017 15:11
Dagur gegn einelti - umsjón hefst kl. 8:10

Miðvikudagurinn 8. nóvember næstkomandi er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2011 og er ætlað að vekja sérstaka athygli á málefninu. Í Garðaskóla verður verkefni unnið umsjónarhópum og því tvöfaldur umsjónartími hjá 9. og 10. bekk þennan dag, frá kl. 8:10 til 9:05.

8. bekkur mætir einnig í umsjón kl. 8:10, eins og alltaf á miðvikudögum. 

Nánari upplýsingar um verkefnið verða gefnar í umsjónartíma af kennurum.

Til baka
English
Hafðu samband