Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman heldur áfram í Garðaskóla

02.11.2017
Gagn og gaman heldur áfram í Garðaskóla

Haustið lét sjá sig í morgun með verulegri rigningu en það stoppaði ekki hópastarf á Gagn og gaman dögum. Nemendur héldu áfram að ferðast um víðan völl með kennurum sínum og auk síðari skálaferðar 8. bekkinga fór stór hluti 10. bekkinga einnig af stað í næturgistingu.

Í Ásgarði var föngulegur hópur nemenda í fimleikum, jóga og slökun. Hópurinn byrjaði á því að hita upp og taka vel á því í fimleikasalnum en svo tók slökunin við í speglasalnum. Í gegnum meðfylgjandi tengil er hægt að sjá stutt myndband frá þessum hóp: https://quik.gopro.com/v/eInyxRERu7/

Myndir frá fjölbreyttu hópastarfi má sjá í myndasafni á heimasíðu skólans.

Til baka
English
Hafðu samband