Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góð byrjun á Gagn og gaman dögum

01.11.2017 18:03
Góð byrjun á Gagn og gaman dögum

Veðrið lék við hópa Garðskælinga sem söfnuðust saman í morgun í hópastarf þvert á bekkjadeildir í nafni Gagn og gaman. Sumir fóru í skálaferð, aðrir í bæjarferð og enn aðrir elduðu rjúpu og dádýr í heimilisfræði. Margir komu einnig við á kaffihúsi nemenda og fengu sér vöfflu á einhverjum tímapunkti.

Í FIFA og Playstation hópnum fór fram hörð keppni í fótbolta milli nemenda í öllum þremur árgöngunum. Skipt var í tveggja manna lið sem spiluðu í nafni enskra úrvalsdeildarliða og leikjum var varpað upp á tjald svo allir gætu fylgst með. Að sjálfsögðu var gríðarleg spenna í loftinu!  Sjö lið öttu kappi og fór svo að lið Liverpool fór með sigur af hólmi en þeir tveir nemendur sem skipuðu það lið sjást hér sitjandi hægra megin á miðri myndinni, Egill Grétar og Bjarki Snær.  

Í myndasafni skólans er hægt að sjá myndir frá fjölbreyttu hópastarfi.

 

Til baka
English
Hafðu samband